Jan 29, 2012

Fyrsti snjórinn

Í gærkvöld kom fyrsti snjórinn sem að hélst í meira en 5 mín.

Jan 19, 2012

Ich muss hier umsteigen.

Tvisvar á dag þarf ég að skipta um lest. Einu sinni á leiðinni í skólann og einu sinni á leiðinni heim. Þrátt fyrir að ég geti skipt á 9 mismunandi stöðvum á milli Beusselstr. og Schöneweide þá verða þessar tvær yfirleitt fyrir valinu. Skrítið hvað maður er vanafastur.
Treptower Park

Greifswalderstraße

Lestakort yfir Berlín. Við þetta samgöngunet bætast svo sporvagnar og strætisvagnar.

Jan 11, 2012

19. öldin

Svona lítur vinnuborðið mitt út í dag. Ég er í miðju kafi að greina hvaða tækni var notuð við hverja mynd.
Það er ekki leiðinlegt að vera með 90-130 ára gamlar ljósmyndir í höndunum hvern einasta dag.

Jan 8, 2012

Gierkeplatz

Við hjónin fórum í hjólatúr um Charlottenburg hverfið um daginn. Ég hafði fengið verkefni í listasögukúrs í skólanum sem snérist um að skoða eitt af torgum borgarinnar. Ég valdi Gierkeplatz sem er í kringum þessa kirkju, Luisenkirche, sem var byggð árið 1716 og endurnýjuð á árunum 1823-1826 af Karl Friedrich Schinkel, einum þekktasta arkitekt Prússa. Kirkjan var að lokum endurbyggð að mestu leyti eftir að sprengja féll á hana í loftárás árið 1943.
Hérna sést kirkjan fá austri. Hún stendur á torgi sem að er hringlaga og svo eru íbúðahús allt í kring.

Í næstu götu rákumst við svo á þessa huggulegu hjólabúð.

Mér varð hugsað til Kobba þegar að ég sá þessa fallegu jólaskreytingu í glugganum hjá þeim.

Þetta hús er svo í sömu götu og Gierkeplatz. Það hýsir keramiksafn Berlínar. Nokkrum mínútum eftir að þessi mynd var tekin gerði hellidembu svo að það voru ekki teknar fleiri myndir þennan daginn.