Feb 21, 2012

Afmælispartý

Ég hélt uppá afmælið mitt um helgina. Það var að sjálfsögðu plötupartý og þetta er það sem fólk vildi spila.

Feb 9, 2012

Þessi kom með póstinum áðan...

Þegar að ég kom heim úr skólanum í dag þá beið mín pakki frá Amazon. Ég var voða glaður því að ég var einmitt að bíða eftir skólabók sem að ég pantaði um síðustu helgi. En mér brá heldur betur þegar að ég opnaði kassann og þessi græja blasti við mér.
Takk kærlega fyrir mig strákar! Þetta er snilld!

Feb 8, 2012

06.02.2012

Tvær góðar gjafir. Þessa vinstra megin fékk ég fyrir það eitt að tóra í 30 ár, en þessa hægra megin af því tilefni að ég var að klára fyrsta prófið mitt í háskóla. Svona er maður nú heppinn. Takk fyrir mig Júlía!

Feb 5, 2012

Undirbúningur fyrir afmælið

Rauðvínið kom í gær!
Ótrúlega þægilegt að panta í gegnum netið og fá sent heim. Reyndar var póstburðarmaðurinn ekkert svakalega hress þegar hann var búinn að rogast með þessar 18 flöskur uppá þriðju hæð (fjórðu á íslenskan mælikvarða).

Teikning

Föstudagsmorgnar eru yfirleitt frekar rólegir. Þá erum við annað hvort í ljósmyndun eða teikningu. Síðastliðinn föstudag vorum við í seinasta teikningartímanum.
Við áttum að skissa gömul apótekara tæki sem að krakkarnir í Moderne Materialien und Technisches Kulturgut hópnum (nútíma efni og tæknilegar minjar) eru að vinna með þessa dagana fyrir Deutsches Historisches Museum.