Apr 28, 2012

Kryddjurtafíkn

Ég varð svo leiður á að bíða eftir að kryddjurtirnar mínar kíktu upp úr moldinni að ég keypti þrjár tilbúnar í dag. Rósmarín, marokkósk mynta og pizza oregano. Vonandi sprettur steinseljan og basilikumið sem að ég plantaði í síðustu viku hratt.

Turmstraße, „fallega“ gatan okkar

Alltaf nóg að gera hjá besta pulsubar götunnar.

Gríðarhugguleg plastspæleggjaútstilling hjá tyrkneskum gleraugnasala.

Sætir sumarskór á einungis €5, allir hengdir upp með smiley klemmum.

Við verslum lambakjöt, grænmeti, krydd og fleira gotterí hjá þessum.

Sumarið kom í gær, 20°C og heiðskírt. Stefnir í 26°C í dag.

Á Ostkreuz er búið að byggja nýja yfirbyggða lestarstöð. Gömlu pallarnir eru þó ennþá notaðir fyrir neðri sporin.

Það má því segja að þar mætist gamli og nýji tíminn.

Við Júlía hittumst eftir skóla. Hún hafði verið á málþingi í Humboldt háskólanum um grænlenska kvikmyndagerð á meðan ég lærði um litaskynjun, litakerfi og litastaðla. Við þurftum því á einum bjór að halda til að slaka aðeins á.

Tylltum okkur á einn af grænu blettunum á Museums Insel áður en að við skelltum okkur á grænlensku kvikmyndahátíðina Greenland Eyes.
Svona er svo spáin fyrir næstu vikuna.

Það sem að maður gerir þegar að maður á að vera að læra

Taka til í eldhússkápnum og ganga frá verkfærunum


Apr 25, 2012

Gamlar myndir

Var að kíkja á gamlar filmur sem að átti eftir að skanna. Fann m.a. þessa mynd sem er tekin í fyrra sumar í Kaupmannahöfn. Við fórum í skoðunarferð um gamla Carlsberg verksmiðjusvæðið og drukkum með því Tuborg Classic. Man ekki betur en að við höfum svo endað á einhverju skralli á Jolene... Meira hér: http://www.flickr.com/photos/thorir_i/

Greenland Eyes International Film Festival

Við fórum á opnun grænlenskrar kvikmyndahátíðar í gær

Júlía fékk passa á hátíðina

Hún þekkir skipuleggjendurna eitthvað. Þær eru hér að kynna dagskránna áður en opnunarmyndin var sýnd.

Svo var boðið uppá grænlenskan bjór, m.a. Pale Ale. Þeir eru bara nokkuð lunknir við að brugga Grænlendingarnir. Meira hér: http://www.nanoqbeer.com/

Það var mjög góð mæting

Og sumir voru ansi smart, enda er allt leyfilegt í Berlín

Apr 11, 2012

Páskar

Á páskadag var okkur boðið í hádegismat til hennar Nixe bekkjarsystur minnar.

Hún býr við Bergmannstraße, í húsinu hér lengst til vinstri á myndinni og við hliðina á hjónunum sem eru alltaf útí glugga að skoða mannlífið.

Annan í páskum elduðum við okkur svo eitt stykki halal-lambahrygg, kryddaðann með íslenskri kryddblöndu. Hér fæst lambakjöt nær eingöngu í mörkuðum innflytjenda frá miðausturlöndum og er bara ansi gott.

Apr 7, 2012

Laugardagur

Við byrjuðum daginn á því að versla inn fyrir helgina.

Svo fórum við með neðanjarðarlestinni niðrí Kreuzberg.
Þar hittum við Sigga Björns, Juliu og Magnus og kíktum með þeim í kaffi á vinnustofuna hans Matti.

Matti gerir tréskúlptúra. Meira um þá hér: http://www.artisan-galerie.com/
Svo þegar að við komum heim þá var vorið alveg horfið aftur og komin slydda. Það stefnir allt í videokvöld...

Föstudagurinn langi

Hann var svo sannarlega langur. Hér erum við á leiðinni í hádegismat til Rutar og Stebba.

Þar er alltaf eggjaslagur um páskana. Þá teika allir á harðsoðið egg og svo eru háð einvígi. Sá sem á harðasta eggið vinnur.

Hér berjast húsráðendur.

Harðfiskur, silungur, egg og ákavíti

Svo er víst líka hefð fyrir því að borða ristað brauð með soðnu eggi, reyktum silungi og hollandais sósu. Á disknum mínum má sjá skrunina af egginu mínu sem var greinilega ekki nógu harðsoðið.

Eggið hans Stebba var málað blátt.

Hér er verið að undirbúa fordrykk fyrir kvöldmatinn.

Frosin jarðarberja-daiquiri. Svo var boðið uppá stórkostlega fiskisúpu í kvöldmat og svo himneskan desert. Því miður eru engar myndir af því né af pictionary stuðinu sem fylgdi.

Hér erum við hjón svo aftur í lestinni 12 tímum seinna á leið heim. Svo sannarlega langur föstudagur.



Hlaupagestir

Hálfmaraþonlið

Allir hressir rétt fyrir hlaup


Við Óli kíktum bara á róló á meðan gamla liðið hljóp

Allir búnir áðí




Vorið...

...sýndi sig aðeins um daginn.