May 28, 2012

Berlínarblanda

Nokkrir samnemendur hreinsa fornleifar, líklega keramikbrot. Þessi hópur er að læra hvernig fornleifauppgröftur er skipulagður og framkvæmdur.

Brúðkaupsmyndir Jónasar og Erlu Maríu skannaðar inn og sendar yfir hafið í gegnum sæstreng.

Það er nóg pláss fyrir gróður í Berlín.

Við hjóluðum í gegnum gamla AEG verksmiðju á leið okkar í Mauerpark.

Kíktum aðeins á gluggana.

Engir smá þakgluggar.

Rákumst á Kim og Björn við Mauerpark.

Skoðuðum svo flóamarkaðinn á Arkonaplatz í fyrsta sinn. Mæli með honum.

Ísland, 15.-21. maí

Gróðurhúsið ægifagra.

Allt fullt af vörum í Í Réttum Ramma.

Hjólaskúr, því hjól eru víst ekki vatnsheld.

Skip koma enn í slipp.

Nami segir veiðisögur og endurnýtir djúpsteikingarolíu.

Fyrsta kvöldmáltíðin, fiskur í raspi. Omm nomm!

Hér eru breytingar í vændum.

Ólíklegustu menn borða á Krúsku.

Diðrik framleiðir bolla.

Já, það er fallegt á Skaganum. Og þar fíla menn mæjónes

Fjölskyldan í Bræðraborg.

Grétar afi, í sínu náttúrulega umhverfi.

Amma og afi.

Mamma nýtir allan sinn frítíma í gróðurrækt.

Ýmsar tilraunir.

Ég rakst á berlínarbúa. Rut und Kolka gehen spazieren.  

Erla María og Jónas giftu sig.

Þau héldu líka ærlega veislu þar sem veislustjórnun var til fyrirmyndar.

Videoholics.

Allir hressir í brúðkaupsveislu. Diðrik og Eydís.

Gummi og Anna voru líka kát.

Sprell.

Stuð.

Faðm.


Gummi bauð í kaffi í nýju íbúðina.

Miðbæjarkettirnir elska garðinn hans.


Verðandi feður.

Kvartettinn Rúst.

Allir slakir á sunnudegi.

Klapparstígurinn er í hakki þessa dagana.

Mánudagsmorgunkaffi hjá Hildi og Agli. Þar voru amerískar pönnukökur bakaðar með frjálsri aðferð.

Kettirnir á heimilinu eru fyrirferðarmiklir.

Víðir og Milla í miðbæjarferð.

Nýtt stöff á lagernum.

Kveðjustund með M&P. Nýji bíllinn og sá gamli í bakgrunni.

May 5, 2012

Föstudagur

Eftir skóla í gær mælti ég mér mót við Júlíu og Stefán á Bonanza, besta kaffihúsi borgarinnar norðan Spree. Það var svo mikið stuð hjá okkur þar að Stebbi ákvað að bjóða okkur í kvöldmat.

Fimm tímum seinna var þessi veisla komin á borðið á Ebersstraße. Tortilla española, djúpsteikur smokkfiskur, salad tricolore, steikt chorizo, alioli, ólífur, ciabatta, Old Amsterdam, Queso Manchego, Prosecco og rauðvín. Fordrykkur: Frosin jarðarberja Daiquiri. Eins og sjá má á myndgæðunum vorum við löngu búin með fordrykkinn. Takk fyrir okkur Stefán!

May 3, 2012

Lím

Í dag áttum við að mæta með blómapott í skólann. Í upphafi þriðju kennslustundar var okkur sagt að fara með pottana okkar út á götu og missa þá í jörðina. Næstu fjórar klukkustundir fóru svo í það að púsla brotunum saman og prófa mismundandi lím. Alltaf fjör í skólanum.