Jul 15, 2012

Sumarblíða í Berlín

Það er búið að rigna hvern einasta dag í ca. tvær vikur. Erum að verða svolítið þreytt á því.

Eintóm fegurð í Oberschöneweide. Útsýni af annarri hæð í skólanum.

Jul 12, 2012

Austur-Berlín

Í Austur-Berlín er gríðar gott sporvagnakerfi. Þeir eru þó ekki allir svona fallegir lengur vagnarnir.

Ætli þetta sé ekki safngripur?

Skólinn...

...er alveg að verða búinn í bili. Ég er búinn að vera aðeins í myrkraherbergi undanfarið. Það er nú ekki leiðinlegt!

Í dag var svo farið yfir verkefni annarinnar í hinni stórskemmtilegu Semesterendpräsentation.

Jul 6, 2012

Þá er fyrsta prófið búið...

...og því var að sjálfsögðu fagnað með óvæntu stefnumóti við risastórt Sovéskt minnismerki í Treptower Park

Það er reist til minnis um sovéska hermenn sem að féllu í Berlín og til heiðurs stríðshetjum þeirra. Auk þessu eru víst 7000 sovéskir hermenn grafnir á svæðinu.

Þetta er stærsta stytta sem að við höfum séð.
Hetjur Sovétmanna notuðust greinilega við sverð þegar þær björguðu börnum.

Júlía var að sjálfsögðu með kaffi á brúsa.
Hér sjást ósköpin svo úr lofti. Miðað við skalann í vinstra horninu þá er minnismerkið u.þ.b. 500 metrar að lengd og 100 metrar á breidd.

Svo var farið beint heim að elda kótelettur í raspi með kartöflum, rauðkáli og mais. Omm nomm!

Jul 4, 2012

Þá er EM búið...

...og við kveðjum bjórgarðana í bili.

En það er nóg að gera því prófin taka við. Efna- og efnisfræði 6. júlí, enska 9. júlí og límfræði 19. júlí.



Skólaverkefni

Við erum að hamast við að klára verkefni fyrir annarlok. Undanfarið erum við búin að læra að eima rauðvín og fá út 99% Ethanol.

Við eigum líka að taka nokkrar ljósmyndir á filmu til þess að læra að framkalla.

Svo erum við líka búin að læra að lita með Indigo lit. Það er mikið vesen.

En kemur svona rosalega vel út.