Aug 27, 2012

Starfsnáms verkefni

Er búinn að vera að gera rannsókn á ástandi filmnanna frá ljósmyndastofunni ASIS undanfarnar vikur. Tók eitt prósent úrtak, skoðaði þær filmur vel og setti upp risastórt excel skjal.

Frú Clausen fór í myndatöku fyrir um 65 árum. Núna eru filmurnar frá þeim degi í sýrustigsprófi ásamt fleirum. 

Myndirnar þurfa að liggja í þessum pokum í fjóra sólarhringa og þá kemur í ljós hvort bláu strimlarnir skipti um lit. Blátt er gott, grænt er ok, gult er slæmt. Set inn aðra mynd af því næsta föstudag.

Var líka að umpakka, þrífa og skrásetja myndir frá ætt Magnúsar Ólafssonar. 

Það voru mest allt glerplötur sem að komu í svona ljómandi fallegum pappaöskjum.

Sportvöruhús Reykjavíkur seldi greinilega ljósmyndaglerplötur á sínum tíma.