Dec 13, 2012

Fyrsti í jólabakstri

Við fengum fyrsta jólakortið í dag. Það er frá Rúnu ömmu, en hún sendi líka litla uppskriftabók með. Alltaf jafn gaman að fá kort og uppskriftir. Ég skellti mér eiginlega beint í bakstur og valdi hnoðaða lagköku til að spreyta mig á. Þurfti reyndar að hringja í hana ömmu til að fá smá leiðbeiningar þar sem uppskriftin var ekki alveg nógu nákvæm að mínu mati (sem er reyndar vandamál með flestar uppskriftir sem ég fæ (Af hverju ætli það sé?)). Eftir stutt spjall komumst við að því í sameiningu að smjörið átti að klípa útí en ekki að bræða.
Fyrsta lagkakan mín heppnaðist bara ágætlega að ég held, þrátt fyrir að ég hafi notað sveskjusultu í stað rabbarbara- vegna lítils framboðs á þeirri síðarnefndu í stórmörkuðum Berlínarborgar.

Þrjú stykki, reyndar dálítið þunnar.

Takk kærlega fyrir kortið og uppskriftaheftið elsku Rúna amma.