Jan 8, 2012

Gierkeplatz

Við hjónin fórum í hjólatúr um Charlottenburg hverfið um daginn. Ég hafði fengið verkefni í listasögukúrs í skólanum sem snérist um að skoða eitt af torgum borgarinnar. Ég valdi Gierkeplatz sem er í kringum þessa kirkju, Luisenkirche, sem var byggð árið 1716 og endurnýjuð á árunum 1823-1826 af Karl Friedrich Schinkel, einum þekktasta arkitekt Prússa. Kirkjan var að lokum endurbyggð að mestu leyti eftir að sprengja féll á hana í loftárás árið 1943.
Hérna sést kirkjan fá austri. Hún stendur á torgi sem að er hringlaga og svo eru íbúðahús allt í kring.

Í næstu götu rákumst við svo á þessa huggulegu hjólabúð.

Mér varð hugsað til Kobba þegar að ég sá þessa fallegu jólaskreytingu í glugganum hjá þeim.

Þetta hús er svo í sömu götu og Gierkeplatz. Það hýsir keramiksafn Berlínar. Nokkrum mínútum eftir að þessi mynd var tekin gerði hellidembu svo að það voru ekki teknar fleiri myndir þennan daginn.