Dec 31, 2011

Munurinn á Íslandi og Þýskalandi

€ 19,95 = 3.177 ISK - Er munurinn (löngu ermarnar og vasinn) virkilega 95.813 króna virði?

Dec 23, 2011

Þorláksmessa í Berlín

Það er frekar lítið að gera hjá þessum í augnablikinu, enda hefur ekkert snjóað hér það sem af er vetri.
Hann er þó algjörlega til í slaginn. Líklega best græjaða Lada Sport sem að ég hef séð.
Inga Rún, Bragi, Ólafur og Björn Ingi komu í dag frá Kaupmannahöfn. Þau halda jól hér hjá okkur í ár. Við ákváðum að halda í hefðina og hafa fisk í matinn á Þorláksmessu. Vorum ekki lengi að finna góðan sushi stað og panta fjölskyldumáltíð í gegnum netið. Við erum nefnilega svo nútímaleg hér í útlöndum.

Svo var jólatréð tekið inn. Það var lítið mál að finna tré, en fót gátum við hvergi grafið upp þrátt fyrir mikla leit...

...svo að við þurftum bara að nýta það sem til var á heimilinu. Málinu reddað.

Dec 20, 2011

Jæja, nú er ég loksins kominn í jólastuð!

Baksturinn hófst í kvöld og þá komst ég loksins í smá fíling.
Jólatónlistin er komin á fóninn.
The Motown Christmas Album er í sérstöku uppáhaldi hjá mér.

Dec 5, 2011

Cyanotype workshop - HTW

Ég fór á workshop í skólanum um helgina þar sem að við lærðum að prenta ljósmyndir með 170 ára gamalli aðferð sem að heitir Cyanotype.
Fyrst þarf blanda nokkrum baneitruðum efnum saman til að búa til ljósnæman vökva. Svo smyr maður vökvanum á pappír og lætur þorna yfir nótt. Við prófuðum tvær mismunandi uppskriftir, önnur þeirra er fyrir negative->positive prentun, hin fyrir positive->positive.
Svo þarf að setja negatífu eða pósitífu ofaná pappírinn og lýsa með UV ljósi svo að eitthvað gerist.
Það eru svaka fallegir litir í svona ljósi og allir þurfa að vera með sólgleraugu.
Svo er að skola drulluna af...
...og láta liggja í vatni í 15 mín.
Hér eru Lukas og Rosa með afrakstur helgarinnar. Hér fyrir neðan eru svo myndirnar sem að ég náði útúr þessu.
Liturinn sem að fæst með þessari aðferð heitir Prússneskur blár eða Berlínar blár.
Þessi aðferð náði víst ekki miklum vinsældum vegna þess hversu ónáttúrulegur liturinn er. Hún var þó mikið notuð til þess að taka afrit af teikningum og var upprunalega aðferðin til að búa til svokölluð Blueprints.


Alltaf er maður nú að prófa eitthvað nýtt hérna í útlöndum.

Nov 19, 2011

Bei Innsbrucker Platz

Oberschöneweide

Skólinn minn er í hverfi sem að heitir Oberschöneweide. Þar eru gríðarmargar gamlar verksmiðjubyggingar sem standa margar tómar núna. Þetta er útsýnið sem að ég hef í enskutímum á mánudögum.