Mar 28, 2012

Miðvikudagur í mars

Við erum farin að sitja hlið við hlið í vinnuherberginu. Það er mun notalegra en að sitja sitt hvoru megin í íbúðinni, 13 metra frá hvort öðru.

Trén í bakgarðinum eru farin að grænka.
Nýjasta parið á heimilinu býr í eldhúsinu. Konunglega brauðristin og internetútvarpið góða sem nær öllum útvarpsstöðvum sem okkur langar að hlusta á, t.d. þeim íslensku Rás 1 og 2, dönsku P8 Jazz og DR Klassik, auk Radio Eins Berlin. Athugið að brauðristin er hægra megin.

Mar 27, 2012

2. Semester

Ég var að fá fyrsta verkefnið mitt á annari önn námsins. Ég á að greina nákvæmlega hvaða aðferð og efni voru notuð til þess að taka þessa ljósmynd. Þetta er einhvers konar Ferrotype, þ.e. myndin er tekin á járnplötu sem hefur verið lökkuð svört áður en ljósnæm efni voru síðan borin á hana

Svo ég mun grandskoða þessa tvo herramenn næstu vikurnar.

Mar 25, 2012

Currywurst

Við hjónin villtumst aðeins á laugardagskvöldið. Hringsóluðum dáldið í Wilmersdorf og Steglitz á leið okkar í Schöneberg. Þar rak ég þó augun í búlluna þar sem að ég smakkaði mína fyrstu Currywurst. Hefði fengið mér eina ef að við hefðum ekki verið á leið í matarboð...

Vordagar

Júlía er farin að drekka morgunkaffið og vinna í eldhúsglugganum. Það er jú eini glugginn í íbúðinni okkar sem að vísar í suður.

Svona var stemningin og veðrið þann 24. mars. Flest allir komnir í stuttbuxur og jafnvel á hlýrabol. Þá verður maður bara að fara í almenningsgarð að lesa og drekka kaffi.

Mar 22, 2012

Vorskipin komin

Pósturinn færði okkur þessar elskur í morgun. Hann sagði mér líka að hann kæmi svo oft til okkar að hann væri farinn að kunna eftirnafnið mitt utanað. Takk fyrir sendinguna M&P.

Mar 9, 2012

Búðarferð

Ég er enn að átta mig á hve ódýr Berlín er. Skrapp út í búð áðan að kaupa smá bjór og snakk fyrir kvöldið og kippti nokkrum öðrum hlutum með. Kippa af góðum bjór, snakkpoki, tveir pakkar af salthnetum, eitt brauð, einn pakki af smjördeigi, 10 egg og sturtusápa kostar sem sagt 1.690 íslenskar krónur á gengi dagsins.

Mar 7, 2012

Fullt af gestum undanfarið

Allt þetta fallega fólk kom í þrítugsafmælið mitt! Þetta var ógleymanleg helgi og ég er afar þakklátur fyrir heimsóknina. Takk Ásta amma, Þórir afi, Mamma, Jón Bjarni, Pabbi, Siggi T, Kolbrún, Óli, Silla og Júlía.
Diðrik kíkti í sunnudags morgunkaffi. Hann var á skólaferðalagi um Þýskaland til að skoða postulínsverksmiðjur.
Bibbi kom í kaffi og mat. Hann býr í Amsterdam en var í eins sólarhrings vegabréfsreddingartúr til Berlínar. Sendiráð Íslands í Hollandi er víst ekki mjög tæknivætt.

Mar 1, 2012

Bók ársins?

Það er þýskupróf á morgun og ég var að fjárfesta í hjálpargagni.