Sep 27, 2012

Berlínarhaust

Skruppum á fallegt kaffihús sem að heitir The Barn. Þessir verkamenn höfðu ætlaði þangað líka en snéru við í dyrunum. Gæti verið að þetta hafi verið of fínt eða dýrt fyrir þeirra smekk. Sáum þá hálftíma seinna sitjandi á bekk með sinn hvern ísinn.

Stundum sér maður bara risastóra húsgafla í Berlín.

...og fallega bakgarða þar sem öllu ægir saman.

Við settumst á bekk og nutum góða haustveðursins. Júlía krafðist þess að nota trefil vegna árstíðarinnar þrátt fyrir að það væri 17°C hiti.

Hér er frúin að losa fákana okkar.

Þetta er fallegur veggur. Verum vinir.

Hér er hans nánasta umhverfi. Allstaðar verið að byggja og breyta.

Sep 19, 2012

Focaccia á miðvikudegi

Tilraunaeldhúsið heldur áfram. Í dag eldaði ég spaghetti carbonara í fyrsta sinn sjálfur (sem var ekki mikið mál því ég hef séð Júlíu elda svoleiðis margoft) og bakaði með því focaccia brauð, einnig í fyrsta sinn. Ég tók því bara mynd af brauðinu.

Focaccia með ólífum og fersku rósmarín.

Uppskriftina að brauðinu má finna hér. Það eina sem að ég bætti við var að setja grænar ólífur og ferskt rósmarín ofaná.

Sep 17, 2012

Skonsur á mánudegi

Ég hef aðeins verið að prófa nýja hluti í eldhúsinu síðan að ég kom heim frá Íslandi. Í síðustu viku gerði ég pestó og tapenade. Í dag ákvað ég að prófa uppskrift að skonsum sem að ég fékk um daginn hjá henni Gróu ömmu hennar Júlíu. Það heppnaðist svona ljómandi vel. 

Deigið er dálítið þykkara en vöffludeig og skonsurnar eru bakaðar á pönnukökupönnu við vægan hita.

Þær eru svo góðar að það er ekki hægt að hætta að narta í þær.

Svona lítur staflinn út (mínus fjórar sem að við borðuðum heitar á meðan ég bakaði).

Sep 15, 2012

Smá brot frá Íslandsferð

Það verður nú að viðurkennast að ég er ekki alveg nógu duglegur að taka myndir. Er yfirleitt með myndavélina með mér en man sjaldan eftir að smella af. Næst þegar að þið rekist á mig megið þið endilega minna mig á það.

Hérna eru myndir af nokkrum sem að ég hitti á Íslandi í sumar:

Náðum að heilsa uppá Sigga og Kolbrúnu daginn áður en að þau fluttu aftur úr landi (enn einu sinni).

Oliver og Anne eru þýskir vinir okkar. Þau komu með okkur og við sýndum þeim undur Íslands. Hér erum við á leið í hellaskoðun á Snæfellsnesi. 

Júlía heilsaði uppá Djúpalónsperlurnar fögru.

Þegar að túristarnir voru farnir skruppum við Júlía vestur með pabba og mömmu yfir verslunarmannahelgina. Hér er nestispása í Selárdal.

Þegar komið var á Flateyri drifum við hana Gróu ömmu hennar Júlíu með okkur á Vagninn í kvöldmat. Góður bitinn þar og alltaf góð stemmning.

Gógó frænka hennar Júlíu var næstum alla verslunarmannahelgina á þessum svölum.

Ella og Hinni buðu okkur í kaffi. Á myndinni sjást einungis fimm sortir af sex. Þau eru alltaf jafn myndarleg.

Diðrik rekur núna eigið fyrirtæki, Postulínsvirkið. Það er staðsett við Laugaveg og þar fást fallegir hlutir. Mæli með því ef að þið eruð að leita að tækifærisgjöf.

Hildur og Egill eru afar hress. Hér eru þau að gæða sér á bröns á Bistro Geysi í Geysishúsinu. Mæli líka með því, en hann er hinsvegar ekki á matseðlinum bara svo þið vitið það. 

Erla og Jón Bjarni eru líka spræk. Ég kíkti með þeim í bæinn á Menningarnótt.

Sigga, Óskar og Vala eru meðal nokkurra vina minna sem að eru flutt frá København til Íslands. Hér erum við öll að gúffa í okkur kökum, pönnsum og fleira góðgæti.

Amma og afi buðu mér í kaffi og ég bauð þeim uppá sýnikennslu á nýju myndavélina þeirra í staðinn. Kisa tróð sér með á myndina, en hún er víst vön að gera það.
Svo fær þessi að fljóta með svona í lokin. Þarna sit ég við veisluborðið hjá henni Gróu ömmu hennar Júlíu á Flateyri. Þar eru alltaf jólin. Hún veit líka að mér þykir svo svakalega gott að fá reykt kjöt. Myndina tók Júlía.

Sep 9, 2012

Gersemar ljósmyndasafna

Ingvar Grétarsson, 1967.   © Óli Páll Kristjánsson

Eins og margir vita þá var ég í starfsnámi hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur í sumar. Af síðasta degi mínum þar notaði ég tvo klukkutíma í það að leita að myndum af mínum nánustu og fann meðal annars alveg frábæra myndasyrpu af pabba mínum, sem var tekin af Óla Páli Kristjánssyni á stofu hans árið 1967, þegar pabbi var fjögurra ára. Auk þess fann ég barnamyndir af systkinum pabba, fermingarmyndir af afa mínum, stúdentsmynd af afasystur minni og passamyndir af frænkum, frændum, ömmu og langömmu.

Mig langar að benda ykkur á að öllum er frjálst og velkomið að hafa samband við Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Ljósmyndasafn Íslands (Þjóðminjasafn) og önnur ljósmyndasöfn á landinu ef ykkur langar að finna gamlar myndir af fjölskyldunni, ættaróðalinu, borginni, bæjum, byggingum, íþróttahetjum, hestum, bílum, skipum, eldsumbrotum, framkvæmdum, listaverkum eða einhverju öðru spennandi, hvort sem er til einkanota, gjafa eða annars.
Ég er þessum söfnum allavega ævinlega þakklátur fyrir að varðveita myndir af minni fjölskyldu, og ykkar líka.

Tenglar hér: www.ljosmyndasafnreykjavikur.is,  www.ljosmyndasafnislands.isljosmyndasafn.akranes.ismyndasafn.isafjordur.iswww.akmus.iswww.siglo.is/is/news/ljosmyndasafn_siglufjardarljosmyndasafn.stykkisholmur.ismyndasafn.skagastrond.is,

www.google.com/ljósmyndasafn

Sep 3, 2012

Niðurstöður og fleira

Niðurstöður sýrustigskönnunarinnar eru þær að u.þ.b. 2% myndanna frá ASIS eru farnar að hrörna, en talsvert minna hlutfall er komið á alvarlegt stig hrörnunar.

Sigga Stína flokkar slides-myndir frá Hermanni Schlenker og setur í plöst þessa dagana. 
Margt skemmtilegt þar að finna

Ég var að pakka myndum frá Loftleiðum í plöst. Stundum svolítið erfitt að skilja skriftina á umslögunum sem filmurnar voru í.

Svona lítur þetta út í plöstum.

Franski lærlingurinn sem er hérna á safninu þessa dagana fékk það verkefni að flokka slides myndir sem að komu með aðfangi um daginn. Þar var allt á rúi og stúi

Með því aðfangi komu líka þessar forláta filmudósir. Í þeim eru óklipptar, framkallaðar filmur.
Það verður spennandi að sjá hvað er á þeim.