|  | 
| Við erum farin að sitja hlið við hlið í vinnuherberginu. Það er mun notalegra en að sitja sitt hvoru megin í íbúðinni, 13 metra frá hvort öðru. | 
|  | 
| Trén í bakgarðinum eru farin að grænka. | 
|  | 
| Við erum farin að sitja hlið við hlið í vinnuherberginu. Það er mun notalegra en að sitja sitt hvoru megin í íbúðinni, 13 metra frá hvort öðru. | 
|  | 
| Trén í bakgarðinum eru farin að grænka. | 
|  | 
| Svo ég mun grandskoða þessa tvo herramenn næstu vikurnar. | 
|  | 
| Júlía er farin að drekka morgunkaffið og vinna í eldhúsglugganum. Það er jú eini glugginn í íbúðinni okkar sem að vísar í suður. | 
|  | 
| Svona var stemningin og veðrið þann 24. mars. Flest allir komnir í stuttbuxur og jafnvel á hlýrabol. Þá verður maður bara að fara í almenningsgarð að lesa og drekka kaffi. | 
|  | 
| Diðrik kíkti í sunnudags morgunkaffi. Hann var á skólaferðalagi um Þýskaland til að skoða postulínsverksmiðjur. | 
|  | 
| Bibbi kom í kaffi og mat. Hann býr í Amsterdam en var í eins sólarhrings vegabréfsreddingartúr til Berlínar. Sendiráð Íslands í Hollandi er víst ekki mjög tæknivætt. |