Mar 7, 2012

Fullt af gestum undanfarið

Allt þetta fallega fólk kom í þrítugsafmælið mitt! Þetta var ógleymanleg helgi og ég er afar þakklátur fyrir heimsóknina. Takk Ásta amma, Þórir afi, Mamma, Jón Bjarni, Pabbi, Siggi T, Kolbrún, Óli, Silla og Júlía.
Diðrik kíkti í sunnudags morgunkaffi. Hann var á skólaferðalagi um Þýskaland til að skoða postulínsverksmiðjur.
Bibbi kom í kaffi og mat. Hann býr í Amsterdam en var í eins sólarhrings vegabréfsreddingartúr til Berlínar. Sendiráð Íslands í Hollandi er víst ekki mjög tæknivætt.

2 comments:

Anonymous said...

Það er ekki einu sinni sendiráð í Hollandi, en ég bý rétt hjá konsúlinum. En hann gerir ekki neitt nema brosa.

En það var ekkert smá gaman að hitta ykkur.
Takk kærlega fyrir mig!

Kveðja
Kristinn

Þórir said...

Nú, var það svoleiðis. Voðalega er utanríkisþjónustan eitthvað slöpp.
Frábært að þú skyldir geta kíkt við Kristinn. Þetta var stuð!