Jul 6, 2012

Þá er fyrsta prófið búið...

...og því var að sjálfsögðu fagnað með óvæntu stefnumóti við risastórt Sovéskt minnismerki í Treptower Park

Það er reist til minnis um sovéska hermenn sem að féllu í Berlín og til heiðurs stríðshetjum þeirra. Auk þessu eru víst 7000 sovéskir hermenn grafnir á svæðinu.

Þetta er stærsta stytta sem að við höfum séð.
Hetjur Sovétmanna notuðust greinilega við sverð þegar þær björguðu börnum.

Júlía var að sjálfsögðu með kaffi á brúsa.
Hér sjást ósköpin svo úr lofti. Miðað við skalann í vinstra horninu þá er minnismerkið u.þ.b. 500 metrar að lengd og 100 metrar á breidd.

Svo var farið beint heim að elda kótelettur í raspi með kartöflum, rauðkáli og mais. Omm nomm!

No comments: