![]() |
| Er búinn að vera að gera rannsókn á ástandi filmnanna frá ljósmyndastofunni ASIS undanfarnar vikur. Tók eitt prósent úrtak, skoðaði þær filmur vel og setti upp risastórt excel skjal. |
![]() |
| Frú Clausen fór í myndatöku fyrir um 65 árum. Núna eru filmurnar frá þeim degi í sýrustigsprófi ásamt fleirum. |
![]() |
| Var líka að umpakka, þrífa og skrásetja myndir frá ætt Magnúsar Ólafssonar. |
![]() |
| Það voru mest allt glerplötur sem að komu í svona ljómandi fallegum pappaöskjum. |
![]() |
| Sportvöruhús Reykjavíkur seldi greinilega ljósmyndaglerplötur á sínum tíma. |






No comments:
Post a Comment