Apr 28, 2012
Turmstraße, „fallega“ gatan okkar
Sumarið kom í gær, 20°C og heiðskírt. Stefnir í 26°C í dag.
|  | 
| Á Ostkreuz er búið að byggja nýja yfirbyggða lestarstöð. Gömlu pallarnir eru þó ennþá notaðir fyrir neðri sporin. | 
|  | 
| Það má því segja að þar mætist gamli og nýji tíminn. | 
|  | 
| Tylltum okkur á einn af grænu blettunum á Museums Insel áður en að við skelltum okkur á grænlensku kvikmyndahátíðina Greenland Eyes. | 
|  | 
| Svona er svo spáin fyrir næstu vikuna. | 
Apr 25, 2012
Gamlar myndir
|  | 
| Var að kíkja á gamlar filmur sem að átti eftir að skanna. Fann m.a. þessa mynd sem er tekin í fyrra sumar í Kaupmannahöfn. Við fórum í skoðunarferð um gamla Carlsberg verksmiðjusvæðið og drukkum með því Tuborg Classic. Man ekki betur en að við höfum svo endað á einhverju skralli á Jolene... Meira hér: http://www.flickr.com/photos/thorir_i/ | 
Greenland Eyes International Film Festival
|  | 
| Við fórum á opnun grænlenskrar kvikmyndahátíðar í gær | 
|  | 
| Júlía fékk passa á hátíðina | 
|  | 
| Hún þekkir skipuleggjendurna eitthvað. Þær eru hér að kynna dagskránna áður en opnunarmyndin var sýnd. | 
|  | 
| Svo var boðið uppá grænlenskan bjór, m.a. Pale Ale. Þeir eru bara nokkuð lunknir við að brugga Grænlendingarnir. Meira hér: http://www.nanoqbeer.com/ | 
|  | 
| Það var mjög góð mæting | 
|  | 
| Og sumir voru ansi smart, enda er allt leyfilegt í Berlín | 
Apr 11, 2012
Páskar
|  | 
| Á páskadag var okkur boðið í hádegismat til hennar Nixe bekkjarsystur minnar. | 
|  | 
| Hún býr við Bergmannstraße, í húsinu hér lengst til vinstri á myndinni og við hliðina á hjónunum sem eru alltaf útí glugga að skoða mannlífið. | 
Apr 7, 2012
Laugardagur
|  | 
| Við byrjuðum daginn á því að versla inn fyrir helgina. | 
|  | 
| Svo fórum við með neðanjarðarlestinni niðrí Kreuzberg. | 
|  | 
| Þar hittum við Sigga Björns, Juliu og Magnus og kíktum með þeim í kaffi á vinnustofuna hans Matti. | 
|  | 
| Matti gerir tréskúlptúra. Meira um þá hér: http://www.artisan-galerie.com/ | 
|  | 
| Svo þegar að við komum heim þá var vorið alveg horfið aftur og komin slydda. Það stefnir allt í videokvöld... | 
Föstudagurinn langi
|  | 
| Hann var svo sannarlega langur. Hér erum við á leiðinni í hádegismat til Rutar og Stebba. | 
|  | 
| Þar er alltaf eggjaslagur um páskana. Þá teika allir á harðsoðið egg og svo eru háð einvígi. Sá sem á harðasta eggið vinnur. | 
|  | 
| Hér berjast húsráðendur. | 
|  | 
| Harðfiskur, silungur, egg og ákavíti | 
|  | 
| Svo er víst líka hefð fyrir því að borða ristað brauð með soðnu eggi, reyktum silungi og hollandais sósu. Á disknum mínum má sjá skrunina af egginu mínu sem var greinilega ekki nógu harðsoðið. | 
|  | 
| Eggið hans Stebba var málað blátt. | 
|  | 
| Hér er verið að undirbúa fordrykk fyrir kvöldmatinn. | 
|  | 
| Frosin jarðarberja-daiquiri. Svo var boðið uppá stórkostlega fiskisúpu í kvöldmat og svo himneskan desert. Því miður eru engar myndir af því né af pictionary stuðinu sem fylgdi. | 
|  | 
| Hér erum við hjón svo aftur í lestinni 12 tímum seinna á leið heim. Svo sannarlega langur föstudagur. | 
Hlaupagestir
Subscribe to:
Comments (Atom)

 













