Apr 11, 2012

Páskar

Á páskadag var okkur boðið í hádegismat til hennar Nixe bekkjarsystur minnar.

Hún býr við Bergmannstraße, í húsinu hér lengst til vinstri á myndinni og við hliðina á hjónunum sem eru alltaf útí glugga að skoða mannlífið.

Annan í páskum elduðum við okkur svo eitt stykki halal-lambahrygg, kryddaðann með íslenskri kryddblöndu. Hér fæst lambakjöt nær eingöngu í mörkuðum innflytjenda frá miðausturlöndum og er bara ansi gott.

1 comment:

Jonas Valtysson said...

Snilld! Ég elska að skoða myndir og lesa hjá ykkur!