May 5, 2012

Föstudagur

Eftir skóla í gær mælti ég mér mót við Júlíu og Stefán á Bonanza, besta kaffihúsi borgarinnar norðan Spree. Það var svo mikið stuð hjá okkur þar að Stebbi ákvað að bjóða okkur í kvöldmat.

Fimm tímum seinna var þessi veisla komin á borðið á Ebersstraße. Tortilla española, djúpsteikur smokkfiskur, salad tricolore, steikt chorizo, alioli, ólífur, ciabatta, Old Amsterdam, Queso Manchego, Prosecco og rauðvín. Fordrykkur: Frosin jarðarberja Daiquiri. Eins og sjá má á myndgæðunum vorum við löngu búin með fordrykkinn. Takk fyrir okkur Stefán!

1 comment:

bibban said...

svona er alltaf skemmtilegast!!