![]() |
| Í gær var Vísindanótt. Þá eru vísindastofnanir í borginni með opin hús fyrir almenning, meðal þeirra er skólinn minn. |
![]() |
| Við í ljósmyndaforvörslunni buðum fólki að kíkja á vinnustofuna okkar og þeir sem vildu máttu koma með gamlar myndir til þess að fá aldursgreiningu og ráð um varðveislu. |
![]() |
| Það var ágætis mæting og mikill áhugi. |
![]() |
| Við buðum líka uppá að skoða tilraunaefnið okkar, m.a. þessar gömlu glerplötur. |
![]() |
| Þær líta svona út á ljósaborðinu. |
![]() |
| En svona eftir smá Photoshop leik hjá mér. |
![]() |
| Svona voru nú umbúðirnar utan um filmur og glerplötur hér á árum áður. |
![]() |
| Við vorum líka með gömul myndaalbúm til sýnis. |
![]() |
| Hér er vinnustöð fyrir kvikmyndaforvörsluna. |
![]() |
| Hér er fólk að fá ráðgjöf og fræðslu. |
![]() |
| En við vorum ekki eina deildin í skólanum sem að bauð uppá kynningu. |
![]() |
| Hér eru samnemendur mínir sem eru að læra að skipuleggja fornleifauppgrefti. Þeir voru að kynna verkefni í Aleppo í Sýrlandi sem að skóli kom að. |
![]() |
| Og þau voru líka að sýna tækin sín. |
![]() |
| Hér er verkefnið sem að tækniminjaforverðirnir eru að dunda sér við. Þau eru að vinna að því að varðveita þennan brauðbíl. |
![]() |
| Hér eru nemendur í verkfræði að kynna kappaksturslið skólans. |
![]() |
| Fatahönnuðir. |
![]() |
| Og tölvuleikjahönnuðir að sýna flughermi. Sem sagt allt að gerast í Hochschule für Technik und Wirtschaft Berlin. |

















1 comment:
Þetta hefur verið mjög gaman, ætla bókað að mæta á næsta ári.
Post a Comment