Dec 5, 2011

Cyanotype workshop - HTW

Ég fór á workshop í skólanum um helgina þar sem að við lærðum að prenta ljósmyndir með 170 ára gamalli aðferð sem að heitir Cyanotype.
Fyrst þarf blanda nokkrum baneitruðum efnum saman til að búa til ljósnæman vökva. Svo smyr maður vökvanum á pappír og lætur þorna yfir nótt. Við prófuðum tvær mismunandi uppskriftir, önnur þeirra er fyrir negative->positive prentun, hin fyrir positive->positive.
Svo þarf að setja negatífu eða pósitífu ofaná pappírinn og lýsa með UV ljósi svo að eitthvað gerist.
Það eru svaka fallegir litir í svona ljósi og allir þurfa að vera með sólgleraugu.
Svo er að skola drulluna af...
...og láta liggja í vatni í 15 mín.
Hér eru Lukas og Rosa með afrakstur helgarinnar. Hér fyrir neðan eru svo myndirnar sem að ég náði útúr þessu.
Liturinn sem að fæst með þessari aðferð heitir Prússneskur blár eða Berlínar blár.
Þessi aðferð náði víst ekki miklum vinsældum vegna þess hversu ónáttúrulegur liturinn er. Hún var þó mikið notuð til þess að taka afrit af teikningum og var upprunalega aðferðin til að búa til svokölluð Blueprints.


Alltaf er maður nú að prófa eitthvað nýtt hérna í útlöndum.

4 comments:

Magga said...

Flott og gaman að heyra og sjá

Hidlur M Valgardsdottir said...

ooo þetta hefur verið e-h fyrir þig...

mér líkar vel við bláa litinn.

hæ hæ....
ooo... saknaru ekki dk. þegar þú lest hæhæ
bla bla
Hildur María.

bibban said...

Bjútó!

Bjartur Konungur said...

Thetter flott! Júlía er hinsvegar alveg grunlaus um ad hún sér rétt umthadbil ad verda fyrir árás frá risavöxnum sígarettustubb... :)