Dec 23, 2011

Þorláksmessa í Berlín

Það er frekar lítið að gera hjá þessum í augnablikinu, enda hefur ekkert snjóað hér það sem af er vetri.
Hann er þó algjörlega til í slaginn. Líklega best græjaða Lada Sport sem að ég hef séð.
Inga Rún, Bragi, Ólafur og Björn Ingi komu í dag frá Kaupmannahöfn. Þau halda jól hér hjá okkur í ár. Við ákváðum að halda í hefðina og hafa fisk í matinn á Þorláksmessu. Vorum ekki lengi að finna góðan sushi stað og panta fjölskyldumáltíð í gegnum netið. Við erum nefnilega svo nútímaleg hér í útlöndum.

Svo var jólatréð tekið inn. Það var lítið mál að finna tré, en fót gátum við hvergi grafið upp þrátt fyrir mikla leit...

...svo að við þurftum bara að nýta það sem til var á heimilinu. Málinu reddað.

3 comments:

Anonymous said...

þessi fær kannski ekki fegurðarverðlaunin en gerir sitt gagn, glæsilegt !!!

MP

Anonymous said...

Þessi LADA NIVA er sú flottasta sem sést hefur lengi, spurnig um að senda inn tilboð.
Þetta væri mjög gott fyrir mörg sveitafélög sem eru að spara eins og þau geta í snjómokstri núna.
P

hildur maira said...

hahaha þessi fótur er eðall