Jun 14, 2013

Potsdam

Í mars fórum við í dagsferð til Potsdam, höfuðborgar Brandenburgar. Tekur ekki nema 40 mín með lestinni að komast þangað.

Í Potsdam er Filmmuseum, enda eitt stærsta kvikmyndaver Þýskalands, Babelsberg, staðsett í borginni.

Borgin var byggð upp með það sjónarmið að draga að handverksfólk frá öðrum löndum. Hér er Júlía í hollenska hverfinu.

Það var ískalt og öll vötn frosin.

Í þessari höll, Cecilienhof, hittust þeir félagar Stalín, Churchill og Truman til þess að skipta með sér evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina.

Júlía við Sanssouci, höll prússlandskonungsins Friðriks Mikla. Þýðing á nafni hallarinnar gæti verið Áhyggjuleysi. Við verðum víst að heimsækja Potsdam aftur að sumri til þess að upplifa hallargarðinn í fullum skrúða.

No comments: