Jun 14, 2013

Vísindanótt

Á hverju ári er svokölluð Vísindanótt í Berlín. Þá opna háskólar og vísindastofnanir dyrnar fyrir gestum og sýna afrakstur af vinnu sinni. Skólinn minn tekur alltaf þátt í þessari hátíð og okkar deild sýndi viðtöl sem tekin voru við allskyns fólk, m.a. vísinda- og stjórnmálamenn, rétt eftir fall múrsins árið 1990. Viðtölin voru löngu gleymd, en fundust fyrir nokkrum árum á videospólum sem varðveittar voru í safni kennslumyndbanda sem skólanum áskotnaðist árið 1999.

Fólk að horfa á viðtöl.
Júlía á strandbar skólans að hvíla sig eftir langan dag.
Sólsetur við Spree. Útsýnið af strandbarnum.
Við skoðuðum líka tölvusafn skólans. Hér er einn af kennurum skólans að spila tölvuleik á Commodore 64. Ég tók einn leik við kappann, en hann rústaði mér (enda búinn að vera að æfa sig í 30 ár).
Af hverju eru tölvur í dag ekki svona fallegar?

No comments: