Jun 14, 2013

Spreepark

Við fórum um daginn í leiðsögn um hinn fornfræga skemmtigarð Spreepark. Garðurinn fór á hausinn árið 2001 og hefur drabbast niður síðan. Dóttir eigandans sá um túrinn, en fjölskylda hennar var vægast sagt í sviðsljósinu á sínum tíma. Pabbi hennar og bróðir áformuðu að bjarga fjárhagnum með því að smygla smá kókaíni til Þýskalands (167kg) inni í skemmtitæki sem hann var að flytja inn frá Perú. Það fór allt mjög illa og þeir feðgar sitja í fangelsi, faðirinn í Þýskalandi og sonurinn í Perú.

Dóttirin sem sá um gönguferðina dregur ekkert undan og er til í að svara öllum spurningum um garðinn og fjölskylduna. Afar áhugavert í alla staði.

Þetta er víst stærsti og jafnframt dýrasti vatnsrússíbani í Evrópu. Skemmtileg en slæm ákvörðun að byggja hann segir leiðsögumaðurinn.
Tómir bátar í vatnsrússíbananum.
Skógurinn að taka yfir.
Öll mannvirkin eru að drabbast niður. Hér er inngangur í einn rússíbanann.
Rússíbanarnir eru að hverfa í gróðurinn. 
©Júlía Björnsdóttir
Engar raðir síðan 2001. ©Júlía Björnsdóttir
Svona líta flest mannvirkin út í Spreepark. ©Júlía Björnsdóttir
Parísarhjólið sést víða að. Það snýst stundum þegar það er mikill vindur, en vagnarnir eru víst að ryðga í sundur og því ekki öruggt að setjast uppí þá.  
Svona líta vagnarnir út þegar að hjólinu er komið. Leiðsögumaðurinn sagðist ekki þora að setjast í þá og þá væru virkilega eitthvað að. Hún sagði okkur nefnilega líka að þessi stórmerkilega fjölskylda hefði alltaf prófað öll ný tæki í garðinum áður en að eftirlitsmennirnir hefðu komið nálægt þeim til að öryggisvotta þau. ©Júlía Björnsdóttir

©Júlía Björnsdóttir
Risaeðlur á víð og dreif.
Svanabátarnir eru að sökkva í leðjuna.
Allstaðar sést parísarhjólið. ©Júlía Björnsdóttir
Þessir tveir félagar voru við inngang garðsins og manni kom vissulega tímaflakk í hug. ©Júlía Björnsdóttir

No comments: