![]() |
| Filmhaus byggingin er hluti af Sony Center torginu við Potsdamer Platz. |
![]() |
| Hér sést áhugafólk um Werner Herzog. |
![]() |
| Filmhaus byggingin er hluti af Sony Center torginu við Potsdamer Platz. |
![]() |
| Hér sést áhugafólk um Werner Herzog. |
![]() |
| Fann uppskriftina hér. Ef að þið lumið á þaulreyndri uppskrift að flatkökum þá megið þið alveg deila henni með mér. |
![]() |
| Freiberg er 40 þús. manna bær sem hefur verið til frá því 1186. Þar var námuvinnsla í um 800 ár eða til ársins 1969 en svæðið var mjög ríkt af silfri. |
![]() |
| Alexander von Humboldt var aðalmaðurinn á svæðinu á 18. öldinni og stundaði sín fræði í Freiberg Bergakademie (námuháskólanum). |
![]() |
| Við fórum að skoða akademíuna og hér sjást krakkarnir vera að skoða tækniminjasafn skólans. |
![]() |
| Þar eru allskyns hlutir, t.d. þessi borhamar. |
![]() |
| Þar eru líka fjöldi lampa og lugta, því ljós er víst ansi mikilvægt ofan í jörðinni. |
![]() |
| Þaðan var líka ágætt útsýni yfir næstu þök. |
![]() |
| Hér sést yfirborðshluti Reiche Zeche námunnar. Háskólinn á svæðinu á núna allar námurnar og rekur þær sem skólanámur og er auk þess með sýnisferðir. |
![]() |
| Hér sést lyftan sem að við fórum í niður a 150m dýpi, en náman er í heild um 800m djúp. |
![]() |
| Ég og Kim í góðum gír á 150m dýpi að hefja nokkurra kílómetra gönguferð í myrkrinu, en heildarlengd námuganganna í Freiberg er um 2.000 km! |
![]() |
| Hópurinn að skoða eitthvað merkilegt. |
![]() |
| Alvöru námur er með teinum og vögnum. |
![]() |
| En það var voða gott að koma upp á yfirborðið og haustblíðuna eftir þrjár klukkustundir í myrkrinu og kuldanum. |
![]() |
| Hér er húsið á móti. Það er mikið af götulist á þessu svæði. |
![]() |
| Það er líka mikið meira framboð af góðu kaffi í Friedrichshain en í okkar hverfi. |
![]() |
| Stórir húsgaflar eru þó um alla borg. |
![]() |
| Við erum bæði orðin sjúk í Berlínardrykkinn Club-Mate. |
![]() |
| Hér eru samnemendur mínir að njóta fyrstu kaffipásu vetrarins. |
![]() |
| Þessi elska er komin á langan bókaóskalista. |
![]() |
| Með henni fylgja nefnilega þessi tvö spjöld... |
![]() |
| ...sem hjálpa mjög mikið við að þekkja í sundur mismunandi tengundir af ljósmyndapappír. Eitt af mörgum góðum hjálpartækjum ljósmyndaforvarðarins. |
![]() |
| Hér eru allir að gúffa í sig hádegisverði. |
![]() |
| Við Júlía pössuðum Óla í tvo tíma á meðan Jakob og Sóley kíktu á Sammlung Boros, sem er einkasafn nútímalistar sem Boros hjónin eru með til sýnis á heimili sínu í loftvarnabyrgi í miðbæ Berlínar. |
![]() |
| Það var auðvelt að passa strákinn því hann vildi aðallega skoða tré og æfa sig að labba upp og niður tröppur. |
![]() |
| Hér eru Óli og Júlía við loftvarnabyrgið. |
![]() |
| Svo fórum við að sjálfsögðu með gestina út að borða á Monsieur Vuong. |
![]() |
| Það er algjört möst. |
![]() |
| Óli fékk skammir fyrir að plokka í hátalarann. Jakob fékk einmitt skammir fyrir að pota í þennan sama hátalara þegar hann var lítill og vitlaus. |
![]() |
| Sá litli var ekki lengi að jafna sig því hann fékk að fara á róló og skoða dýrin í Hasenheide almenningsgarðinum. |
![]() |
| Þessir góðu gestir skildu svo eftir fallegar plöntur í eldhúsglugganum okkar þegar að þau fóru. Takk fyrir komuna! |