Oct 23, 2012

Vettvangsferð

Við lærum mikla efnafræði í skólanum og málmar spila stóra rullu í öllu okkar grúski. Því var ákveðið að fara með okkur í vetvangsferð í gamla málmnámu í Freiberg, sem að er rétt fyrir utan Dresden.
Freiberg er 40 þús. manna bær sem hefur verið til frá því 1186. Þar var námuvinnsla í um 800 ár eða til ársins 1969 en svæðið var mjög ríkt af silfri.

Alexander von Humboldt var aðalmaðurinn á svæðinu á 18. öldinni og stundaði sín fræði í Freiberg Bergakademie (námuháskólanum).

Við fórum að skoða akademíuna og hér sjást krakkarnir vera að skoða tækniminjasafn skólans.

Þar eru allskyns hlutir, t.d. þessi borhamar.
Þar eru líka fjöldi lampa og lugta, því ljós er víst ansi mikilvægt ofan í jörðinni.

Þaðan var líka ágætt útsýni yfir næstu þök.

Hér sést yfirborðshluti Reiche Zeche námunnar. Háskólinn á svæðinu á núna allar námurnar og rekur þær sem skólanámur og er auk þess með sýnisferðir.

Hér sést lyftan sem að við fórum í niður a 150m dýpi, en náman er í heild um 800m djúp.

Ég og Kim í góðum gír á 150m dýpi að hefja nokkurra kílómetra gönguferð í myrkrinu, en heildarlengd námuganganna í Freiberg er um 2.000 km!

Hópurinn að skoða eitthvað merkilegt.

Alvöru námur er með teinum og vögnum.

Þarna voru göngin einungis um 40cm breið á um 50-60m kafla. Sem betur fékk enginn innilokunarkennd. Ástæðan fyrir þessum þrengslum er sú að það var verið að elta málgrýtisæðar og ekki hoggið eða borað að óþarfa.
Hér er grjót úr námunni sem að er sérstaklega ríkt af baryt, sem notað er í hvítt lag á milli pappírs og silfurgelatíns í nútíma ljósmyndapappír. Þetta var því áhugaverð ferð fyrir mig til að sjá uppruna bæði silfurs og baryts sem eru efni sem ég vinn með daglega í náminu.
En það var voða gott að koma upp á yfirborðið og haustblíðuna eftir þrjár klukkustundir í myrkrinu og kuldanum.

1 comment:

bibban said...

vó ég sá trøngu leidina fékk ég innilokunarkennd og hugsadi tad getu ekki verid ad tau hafi átt ad labba tarna í gegn!