Oct 22, 2012

Góðir gestir

Við fengum skemmtilega fjölskyldu í helgarheimsókn um daginn þegar Jakob, Sóley og Óli litli kíktu til okkar í nokkra daga.
Hér eru allir að gúffa í sig hádegisverði.

Við Júlía pössuðum Óla í tvo tíma á meðan Jakob og Sóley kíktu á Sammlung Boros, sem er einkasafn nútímalistar sem Boros hjónin eru með til sýnis á heimili sínu í loftvarnabyrgi í miðbæ Berlínar.

Það var auðvelt að passa strákinn því hann vildi aðallega skoða tré og æfa sig að labba upp og niður tröppur.

Hér eru Óli og Júlía við loftvarnabyrgið.

Svo fórum við að sjálfsögðu með gestina út að borða á Monsieur Vuong.

Það er algjört möst.

Óli fékk skammir fyrir að plokka í hátalarann. Jakob fékk einmitt skammir fyrir að pota í þennan sama hátalara þegar hann var lítill og vitlaus.

Sá litli var ekki lengi að jafna sig því hann fékk að fara á róló og skoða dýrin í Hasenheide almenningsgarðinum.

Þessir góðu gestir skildu svo eftir fallegar plöntur í eldhúsglugganum okkar þegar að þau fóru. Takk fyrir komuna!

No comments: