Oct 22, 2012

Skólinn er byrjaður aftur

Ég hóf mína þriðju önn í Hochscule für Technik und Wirtschaft Berlin fyrir þremur vikum. Það er búið að vera nóg að gera og því hefur verið lítið um blogg síðan.
Hér eru samnemendur mínir að njóta fyrstu kaffipásu vetrarins.

Meðal annars lærum við á þessari önn um hvernig hægt er að gera við myndir sem að vantar hluta í. Hér er árangur fyrstu æfingarinnar þar sem ég er búinn að fylla upp í gatið sem sést á vinstri myndinni með blýantsskyggingu. Ágætis árangur en ekki alveg ásættanlegur samkvæmt fræðunum.

Þessi elska er komin á langan bókaóskalista.

Með henni fylgja nefnilega þessi tvö spjöld...

...sem hjálpa mjög mikið við að þekkja í sundur mismunandi tengundir af ljósmyndapappír. Eitt af mörgum góðum hjálpartækjum ljósmyndaforvarðarins.

No comments: