Sep 15, 2012

Smá brot frá Íslandsferð

Það verður nú að viðurkennast að ég er ekki alveg nógu duglegur að taka myndir. Er yfirleitt með myndavélina með mér en man sjaldan eftir að smella af. Næst þegar að þið rekist á mig megið þið endilega minna mig á það.

Hérna eru myndir af nokkrum sem að ég hitti á Íslandi í sumar:

Náðum að heilsa uppá Sigga og Kolbrúnu daginn áður en að þau fluttu aftur úr landi (enn einu sinni).

Oliver og Anne eru þýskir vinir okkar. Þau komu með okkur og við sýndum þeim undur Íslands. Hér erum við á leið í hellaskoðun á Snæfellsnesi. 

Júlía heilsaði uppá Djúpalónsperlurnar fögru.

Þegar að túristarnir voru farnir skruppum við Júlía vestur með pabba og mömmu yfir verslunarmannahelgina. Hér er nestispása í Selárdal.

Þegar komið var á Flateyri drifum við hana Gróu ömmu hennar Júlíu með okkur á Vagninn í kvöldmat. Góður bitinn þar og alltaf góð stemmning.

Gógó frænka hennar Júlíu var næstum alla verslunarmannahelgina á þessum svölum.

Ella og Hinni buðu okkur í kaffi. Á myndinni sjást einungis fimm sortir af sex. Þau eru alltaf jafn myndarleg.

Diðrik rekur núna eigið fyrirtæki, Postulínsvirkið. Það er staðsett við Laugaveg og þar fást fallegir hlutir. Mæli með því ef að þið eruð að leita að tækifærisgjöf.

Hildur og Egill eru afar hress. Hér eru þau að gæða sér á bröns á Bistro Geysi í Geysishúsinu. Mæli líka með því, en hann er hinsvegar ekki á matseðlinum bara svo þið vitið það. 

Erla og Jón Bjarni eru líka spræk. Ég kíkti með þeim í bæinn á Menningarnótt.

Sigga, Óskar og Vala eru meðal nokkurra vina minna sem að eru flutt frá København til Íslands. Hér erum við öll að gúffa í okkur kökum, pönnsum og fleira góðgæti.

Amma og afi buðu mér í kaffi og ég bauð þeim uppá sýnikennslu á nýju myndavélina þeirra í staðinn. Kisa tróð sér með á myndina, en hún er víst vön að gera það.
Svo fær þessi að fljóta með svona í lokin. Þarna sit ég við veisluborðið hjá henni Gróu ömmu hennar Júlíu á Flateyri. Þar eru alltaf jólin. Hún veit líka að mér þykir svo svakalega gott að fá reykt kjöt. Myndina tók Júlía.

7 comments:

olibraga said...

Flottar myndir hjá þér Þórir minn. Kveðja á frúnna. Gugga

Þórir said...

Takk fyrir það Gugga mín. Bið að heilsa sömuleiðis.

Óli Jónz said...

Gaman að skoða Þórir. Minnir mig á að taka með mér myndavélina oftar sjálfur.

Anonymous said...

Stórfínar myndir! Ég fæ smá heimþrá, ekki síst við að sjá jólamatinn. Kveðja til ykkar frá Lundi. - ov

Þórir said...

Takk báðir Óli og Óli. Bestu kveðjur til Noregs (Óli Jóns) og Svíþjóðar (Óli Veigar).

Anonymous said...

Brilliant myndir, su sidasta tho best enda alltaf gott ad koma til Grou ommu! Kv silla

Eva said...

Grænu hanskarnir hennar Jullu greinilega omissandi vid oll tækifæri. Finnst ther passa serstaklega vel vid hjalmana sem thid vorud med fyrir hellaskodunina a Snæfellsnesi :D. Bid annars kærlega ad heilsa ykkur badum!
kv. fra Oslo,
Eva