Sep 9, 2012

Gersemar ljósmyndasafna

Ingvar Grétarsson, 1967.   © Óli Páll Kristjánsson

Eins og margir vita þá var ég í starfsnámi hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur í sumar. Af síðasta degi mínum þar notaði ég tvo klukkutíma í það að leita að myndum af mínum nánustu og fann meðal annars alveg frábæra myndasyrpu af pabba mínum, sem var tekin af Óla Páli Kristjánssyni á stofu hans árið 1967, þegar pabbi var fjögurra ára. Auk þess fann ég barnamyndir af systkinum pabba, fermingarmyndir af afa mínum, stúdentsmynd af afasystur minni og passamyndir af frænkum, frændum, ömmu og langömmu.

Mig langar að benda ykkur á að öllum er frjálst og velkomið að hafa samband við Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Ljósmyndasafn Íslands (Þjóðminjasafn) og önnur ljósmyndasöfn á landinu ef ykkur langar að finna gamlar myndir af fjölskyldunni, ættaróðalinu, borginni, bæjum, byggingum, íþróttahetjum, hestum, bílum, skipum, eldsumbrotum, framkvæmdum, listaverkum eða einhverju öðru spennandi, hvort sem er til einkanota, gjafa eða annars.
Ég er þessum söfnum allavega ævinlega þakklátur fyrir að varðveita myndir af minni fjölskyldu, og ykkar líka.

Tenglar hér: www.ljosmyndasafnreykjavikur.is,  www.ljosmyndasafnislands.isljosmyndasafn.akranes.ismyndasafn.isafjordur.iswww.akmus.iswww.siglo.is/is/news/ljosmyndasafn_siglufjardarljosmyndasafn.stykkisholmur.ismyndasafn.skagastrond.is,

www.google.com/ljósmyndasafn

2 comments:

soley said...

frábært! mikið var hann fallegt barn hann pabbi þinn. góð ábending fyrir okkur hin, þarf að gera þetta við tækifæri.

p.s. þetta comment verification er frekar steikt. er búin að reyna 3 sinnum..

Þórhildur Hagalín said...

Frábær ábending! Takk!