Sep 17, 2012

Skonsur á mánudegi

Ég hef aðeins verið að prófa nýja hluti í eldhúsinu síðan að ég kom heim frá Íslandi. Í síðustu viku gerði ég pestó og tapenade. Í dag ákvað ég að prófa uppskrift að skonsum sem að ég fékk um daginn hjá henni Gróu ömmu hennar Júlíu. Það heppnaðist svona ljómandi vel. 

Deigið er dálítið þykkara en vöffludeig og skonsurnar eru bakaðar á pönnukökupönnu við vægan hita.

Þær eru svo góðar að það er ekki hægt að hætta að narta í þær.

Svona lítur staflinn út (mínus fjórar sem að við borðuðum heitar á meðan ég bakaði).

1 comment:

Julia said...

Þær voru frábærar, bara alveg eins og hjá ömmu!