Nov 20, 2012

Köben

Við hjónin fórum í helgarferð til Kaupmannahafnar sl. helgi. Meginástæðan fyrir reisunni var sú að okkur var boðið í brúðkaup hjá Birgi og Birgitte, vinum okkar af Nørrebro, en við nýttum auðvitað ferðina líka til þess að hitta aðra vini og skoða gamlar heimaslóðir. Ég tók þó ekki margar myndir í þessari ferð enda kannski ekki hinn heitasti aðdáandi borgarinnar lengur. Hér má þó sjá þær fáu sem ég tók.

Júlía náði að lesa aðeins í þessu 45 mín. flugi á milli borganna.
Hún Þórhildur leyfði okkur að gista hjá sér í fallegu íbúðinni hennar á Valkyrjugötu á Nørrebro. Þar væsti sko ekki um okkur.
Við hittum Ingu Rún og Ólaf í Nørrebroparken á laugardagsmorgni. 

Þar fann Ólafur flugvél og vildi endilega fá sem flesta farþega, sem hann rukkaði svo um fimmkall fyrir farið.

Brúðkaup Birgis og Birgitte var haldið í Blågårdskirke og veislan í Nørrebrohallen. Danskt brúðkaup líkist íslensku en þeir eru mikið fyrir að halda ræður.

Brúðhjónin dönsuðu svo, en dansinn endaði með því að gestir klipptu framan af sokkum brúðgumans.

Fyrir dansi spilaði hljómsveit bræðra brúðarinnar, Neil Young Jam (sem er Neil Young cover band),  en brúðhjónin kynntust einmitt á tónleikum með þessari sömu hljómsveit árið 1996. Við skemmtum okkur konunglega.

Við hittum þessar krúttsprengjur í Skydabanehaven á sunnudagseftirmiðdegi. Frá vinstri: Ólafur Bragason, Óli Jakobsson Kaldal, Björn Ingi Bragason.


Foreldrar og vinir voru með í för. Þórhildur, Ingibjörg, Inga Rún, Jakob, Bragi og Júlía.

Hér er Júlía svo í sinni heittelskuðu S-Tog á leið í gegnum sundurgrafna borgina, en í Køben er verið að framkvæma ansi margt s.s. að rífa Scala húsið, endurbyggja Industriens Hus, stækka og breyta Nørreport stöðinni og bæta við 10-15 neðanjarðarlestarstöðvum.

1 comment:

bibban said...

tad var dásamlegt ad sjá ykkur...hlakka til ad sjá ykkur næst:)
knús