Nov 20, 2012

Medienarchiv

Við höfum eytt dágóðum tíma í kjallara skólans undanfarið því þar er Medienarchiv sem við göngum dálítið í. Þar eru geymd kennslumyndbönd á filmum og segulböndum, hljóðupptökur á segulböndum, kennslumyndir á glærum og slides-myndum og kennsluhefti sem fylgja þessu öllu, en allt þetta efni var framleitt fyrir DDR og stofnunin sem sá um það hét IFBT eða Institut für Film, Bild und Ton. Þegar múrinn féll og Austur- og Vestur-Þýskaland sameinuðust þá endaði allt efnið frá þessari stofnun í kjallara skólans og hefur verið þar síðan, enda um úrvals æfingarefni að ræða.

Hér má sjá hluta þessa Medienarchivs. Vinstra megin eru skápar sem geyma videokassettur, hægra megin eru kennsluhefti, glærur og slides-myndir, hljóðsegulbönd, tölvuforrit á segulböndum og kvikmyndir á filmum.

Eins og sjá má er af nógu að taka fyrir okkur nemendurna.

Af þessu má líka læra ýmislegt annað en bara hvenig ganga á um filmur því kennsluefnið er fjölbreytt. Meðal titla sem ég sá voru „Rafeindatækni á rússnesku", „Enska fyrir byrjendur“, „Inngangur að hjartaskurðlækningum“ og „Stjórnun tölvustýrðra rennibekkja“.

No comments: